Meira af Pixel línunni.

Já, ég viðurkenni það, ég drakk allt Kool Aidið, sími, tölva og headfónar. Ég ætla ekki að halda því fram að Pixelbuds séu bestu heyrnatól sem ég hef átt, en þau eru svo sannarlega þau þægilegustu í meðförum. Auðvelt að skipta á milli í hvaða tækjum ég vil nota þau, og það lagaðist talsvert með síðustu firmware uppfærslu.. Síminn hefur haldið gæðum verulega vel, rafhlaðan enn jafn góð og áður og endist í einn og hálfan til tvo daga, fer svolítið eftir því hvað ég er að gera, myndavélin frábær, og batnar eftir því sem maður notar hana meira. Og að lokum Pixelbókin mín, sennilega ein skemmtilegasta “sófa/flugvél” sem ég hef átt, skjárinn bjartur og góður, rafhlaðan yfir meðallagi góð og sú viðbót að keyra Android öpp í Chrome OS gerði hana að enn betri kost en áður. Hvernig hún og síminn vinna saman með net er frábært, en um leið og Pixelbókin missir WiFi, spyr hún hvort hún eigi að tengjast neti í gegnum símann. Frábærar vörur, sem eru líka fallegar.

(Visited 42 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar