MDR-1000x framhald

Eins og nafnið á fyrri pósti bendir til, þá varð Sony valkosturinn fyrur valinu hjá mér, ástæða þess er eiginlega ósköp einföld, þau pössuðu betur á eyrun á mér. Að öðru leiti fann ég ekki mun á MDR-1000x eða QC35. Nú hef ég notað þau í tvær vikur. Það verður að segjast eins og er að ég átta mig ekki á því hvað ég hef verið að gera án þessa tækis hingað til. Ég nýt þess meira að segja að fá að sitja einn í þögn, ekki að hlusta á neina tónlist eða podcöst. Dásamlegt alveg hreint.

Ef þú ert á þeim buxunum að versla svona headfóna get ég ekki mælt nógu vel með MDR-1000x, en réttast væri að fara og máta þau og QC35 á eyrun, taktu það sem passar þér betur.


(Visited 14 times, 1 visits today)

Leave A Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.