Notalegir vordagar.

Vegna þess að það eina sem mér virðist komandi kosningar eigi einungis að snúast um, svigrúm og skuldalækkanir þá slökkti ég á öllum fréttflutningi þangað til framyfir kosningar, fyrir ca. 3 mánuðum gerði ég upp hug minn og það hefur ekkert orðið til að breyta þeirri afstöðu minni. Það á ekki að kjósa gömlu flokkana, þeir eiga það ekki skilið. Fyrir mig er aðeins 3 flokkar sem koma til greina, Lýðræðisvaktin, Píratar og Björt Framtíð, ég kýs þann síðastnefnda…. þó svo að hinir tveir ættu atkvæði mitt fyllilega skilið líka. No more political ranting, it’s no fun.

Fyrir nokkrum mánuðum stofnaði ég Spotify aðgang þar sem ég hef streymt tónlist eins og vindurinn nú meðal annars fyrir tilstilli minna manna, er Spotify komið til íslands, klapp á bakið. Mæli eindgregið með því að þið ykkar sem ekki eruð búin að stofna aðgang gerið það hið snarasta….

Um miðjan vetur fórum við nokkrir að hafa þann sið að hittast reglulega og brugga bjór, nú er sá flóknasti þeirra kominn í hús og að gera flotta hluti, brons verðlaun hjá Fágun, félagi áhugamanna um gerjun. Stórfínt áhugamál þarna á ferðinni.


(Visited 22 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar