Það er merkilegt aðSjálfstæðisflokkurinn (upp til hópa) og SUS skuli vera að hvetja fólk til segja 6 sinnum nei næsta laugardag.
Þeir vilja semsagt ekki að:
1. tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.
eðlilegt, þeir telja ekkert vera að þeirri gömlu.
2. að ú nýrri stjórnarskrá verði náttúrauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign.
líka eðlilegt, þeir telja slíkt hugtak ekki standast skoðun.
3. að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á íslandi.
enn og aftur eðlilegt og í samræmi við stefnu SUS amk.
4. að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör heimilað í meira mæli.
eitthvað eru hlutirnir farnir að skolast til, finnst eins og ég hafi heyrt kröfur um slít frá þessum vængi. En samt í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins.
5. að í nýrri stjórnarverði ákvæði um að atkvæði kj´æosenda allstaðar af landu vegi jafnt.
Skrítið, finnst eins og þeir hafi alla tíð verið með stefnu um “einn maður eitt atkvæði”
6. að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall konsingabærra manna geti krafist þess að mál fara í þjóðaratkvæði.
það er líka eðilegt, þessu hópum hefur alla tíð verið í nöp við eitthvað sem kalla má þjóðarvilja, nema kanski á 4 ára fresti þegar alþingiskosningar fara fram, þó að þeir hafi tekið 180° snúning á þeirri skoðun tvisar á seinustu 3 árum.
tvískinnungur?
(Visited 33 times, 1 visits today)