Endurbirting.

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta blogg frá haustinu 2007 þar sem ég fór mikinn í matreiðslu. Þetta geri vegna þess að þennan rétt er handhægt að elda til að taka með í pikknikk, sem er einmitt það sem ég áætla að gera í dag.

 

Endurvinnslan á hug minn allann þessa dagana, við Karlotta erum að hlusta á The Smiths í talsverðu magni. Ég get ekki sagt að mér leiðist það. En lag dagsins er fínt að hlusta á með eldamennskunni HÁTT. Meira að segja á rípít.

The Smiths-Panic

Það gafst vel að elda gúllas með þessu lagi. Ég skal meira að segja deila uppskriftinni með ykkur.

500gr Nautagúllas, frekar finna skorinn en hitt. 4-5 gulrætur skornar eftir smekk (ég saxaði þær), 1 vænn, fínt skorinn rauðlauk, 200-300gr kvartskornir sveppir. Þetta er allt saman steikt saman í ólívuolíu á pönnu og kanski mulinn smá svartur pipar yfir. Þegar kjötið er orðið vel steikt og kanski aðeins farið að brenna, þá má bæta við 1 dós kreistum tómötum og steikt saman í 10 mín. en við stanslausa hræringu. Yfir þetta er hellt ca. líter af vatni. Svona er þetta látið malla í 45 mín. Þá eru nokkrar kartöflur brytjaðar niður og látnar malla með á ca. 15 mín. Þá er óhætt að bæta við 1 nautakraft og 1 grænmetiskraft. Eins er líka kominn tími á 1Msk tómatpúrru. Síðan er allt gumsið kryddað eftir smekk með svörtum pipar, salti og hverju því sem kokkinn langar til. Að lokum góð skvetta af rjóma og sósan látin sjóða aðeins niður. Ca. 20 Mín. Borið fram með Chiabatta brauði og sallati. Eins finnst mér gott að drekka bjór með þessu.

(Visited 163 times, 1 visits today)

2 comments On Endurbirting.

  • Hrafnhildur

    Sorry hérna fann ég þessa uppskrift frá þér. Þúsund þakkir, þú hefur glatt mig og marga í kring um mig með henni 🙂 Ég hef oft smakkað fínar gúllassúpur en þessi …. slær ölllum öðrum við!

    Kveðja
    Hrafnhildur

  • Verði þér að góðu 🙂

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar