RCS á Íslandi, loksins.

Það er að bera í bakkafullann lækinn að segja frá öllum tilraunum Google til að búa til sannfærandi skilaboðaþjónustu, allt frá tímum GTalk hefur þessi stefna verið sársaukafull í besta lagi, pínleg er ein leið til að lýsa því. En í dag hefur Google virkjað RCS á íslandi, aðeins þarf að setja Andoid messages sem default sms app og voila, það er virkt.

Til að sjá hvort virknin sé komin þarf aðeins að opna appið, smella á punktana 3 í hægra horninu og í settings, þar undir Chat features ætti þessi mynd að birtast.

Chat features gluggi í Android messages appinu

Fyrst þegar appið er opnað þarf að vikja þessa breytingu og síðan tekur breytingin nokkrar mínútur. Eftir það verður allt messaging svo mikið betra. En í þeim tilfellum sem appið nær ekki data tengingu, þá fara skilaboðin sem good old trustworthy SMS.

Edit, kl 21:00

Ætli það sé ekki best að bæta aðeins við, en með RCS virkjun þá bætast við hlutir sem fólk hefur vanist mjög vel að notast við undanfarin ár í þroskuðum skilaboða öppum. Til dæmis hlutir eins og afhendingar og lestrar staðfestingu. Við sjáum þegar mótaðili er að skrifa, skráarseningar eru mun auðveldari og hægt að senda stórar skrár á milli aðlila, myndir eru ekki lengur þjappaðar í drasl.

(Visited 85 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar