Það er að bera í bakkafullann lækinn að segja frá öllum tilraunum Google til að búa til sannfærandi skilaboðaþjónustu, allt frá tímum GTalk hefur þessi stefna verið sársaukafull í besta lagi, pínleg er ein leið til að lýsa því. En í dag hefur Google virkjað RCS á íslandi, aðeins þarf að setja Andoid messages sem default sms app og voila, það er virkt.
Til að sjá hvort virknin sé komin þarf aðeins að opna appið, smella á punktana 3 í hægra horninu og í settings, þar undir Chat features ætti þessi mynd að birtast.
Fyrst þegar appið er opnað þarf að vikja þessa breytingu og síðan tekur breytingin nokkrar mínútur. Eftir það verður allt messaging svo mikið betra. En í þeim tilfellum sem appið nær ekki data tengingu, þá fara skilaboðin sem good old trustworthy SMS.
Edit, kl 21:00
Ætli það sé ekki best að bæta aðeins við, en með RCS virkjun þá bætast við hlutir sem fólk hefur vanist mjög vel að notast við undanfarin ár í þroskuðum skilaboða öppum. Til dæmis hlutir eins og afhendingar og lestrar staðfestingu. Við sjáum þegar mótaðili er að skrifa, skráarseningar eru mun auðveldari og hægt að senda stórar skrár á milli aðlila, myndir eru ekki lengur þjappaðar í drasl.