Fyrr í vikunni var mér boðið í Tæknivarpið á Kjarnanum til að ræða um Google I/O og það sem Google var að kynna á þeim viðburði. Upptökuna má nálgast hér… Það var gaman eins og alltaf, ég vona að það skili sér í gegn.
En fyrir þá sem ekki nenna að hlusta á 4 stráka á miðjum aldri ræða græjur og dót… þá set ég nokkur orð hérna niður.
Google heldur áfram að reyna að færa sig frá því að skipuleggja allar upplýsingar heimsins fyrir þig yfir í að reyna að vera sem hjálplegast, það vill hjálpa þér við að bóka far með lyft, bóka borð á veitingastað, bóka tíma í klippingu, og allt hitt.
Google Assistant og gerfigreind var hjartað í allri kynningunni, Google sýndi okkur hversu stórkostleg skref fyrirtækið hefur tekið á raddþekkingu, að þekkja talað og skrifað mál á þann hátt að það verður mjög gagnlegt.
Google hefur náð þeim árangri að geta minnkað umfang þeirra gagna sem þarf til að nota Google Assisant það mikið að það er mjög raunhæft að keyra hann “on device”.. Umfangið hefur farið úr 100GB niður í 500MB. Að Google Assistan keyri á símanum þínum hefur líka tífaldað snerpu Google Assistant. Við fengum að sjá hversu öflugur aðstoðarmaðurinn er orðinn. Ekki bara er hann fljótur að klára skipanir, heldur heldur hann þræði í samtalinu enn betur en áður. Í fyrra kynnti Google Duplex til sögunnar, en þá sýndi Google demo þar sem Google Assistant bókaði tíma í klippingu annarsvegar og borð á veitingastð hinsvegar. Þetta var demo sem olli því að margir Apple bloggarar töpuðu kúlinu og froðufelldu yfir þessari “froðuvöru” sem þeir kölluðu. En nú er svo komið að Duplex er live í 44 fylkjum Bandaríkjanna. Duplex hefur haldið áfram að þróast og verður live á vef útgáfu Google Assistant fljótlega.
Fyrirtækið sýndi okkur dæmi af konu sem hafði aldrei lært að lesa en gat notað Google Lens til að hjálpa sér í daglegu lífi, lesa leiðbeiningar og fréttir og annað sem henni barst. Google sagði okkur líka frá honum Dimitri sem þjáðist af mjög alvarlegum talgalla sem gerði honum erfitt fyrir, en í gegnum Project Euphonia er hægt að auðvelda fólki með alvarlega talhömlun að eiga samskipti við annað fólk. í framtíðinni jafnvel að gefa fólki sem misst hefur málið röddina sína aftur.
Google kynnir til sögunnar tvo nýja síma, Pixel 3a og 3a XL (jebb nöfn nýrra síma eru ekki að skána, 10s MAX er ó ,svo vont!) en það eru ódýrari útgáfur af 3 og 3 XL sem komu á markað síðastliðið haust. Þetta er sími með sömu frábæru myndavélina og Pixel 3, en aflminni örgjörva, ódýrara boddý og án þráðlausrar hleðslu. Minni síminn kostar $400.- og stærri síminn $479.- mun áhugaverðari verð en ég átti von á. Og með 3,5mm headphone jack. Frábært.
Google kynnti okkur líka fyrir ákveðinni skipulagsbreytingu, allt sem áður var selt undir nafninu Google Home, er núna hluti af Nest línunni. breytingu sem virkaði upphaflega skrítin í mínum huga, en eftir því sem hugsa meira um þetta, þá er þetta fullkomlega eðlileg ráðstöfun. Nest er heimilislínan, Pixel computing línan. Og samhliða því kynnti fyrirtækið Nest hub max, sem er stærri útgáfa af Google home hub. Stærri skjár og betri hátalari er meðal þess sem þessi uppfærsla inniheldur, ásamt myndavél.
Frábær kynning. En í lengri kantinum, sérstaklega eftir að Google gerði góðlátlegt grín af teygðum Apple kynningum á Pixel kynningunni síðastliðið haust. Ég bíð samt enn eftir uppfærslu á Pixelbuds heyrnatólunum mínum.