Það er talsverð hreifing á íslandi eins og annarsstaðar þar sem fólk vill losna við myndlykla símafyrirtækjanna, oftast fyrir annarskonar myndlykil, annaðhvort í formi Apple TV eða einhverskonar Andorid TV kassa. Nú tilheyri ég ekki endilega þeim hópi, og fer myndlykill Símans ekki í taugarnar á mér, en ég hef engu að síður ákveðna samúð með þessu sjónarmiði og að sjálfsögðu ætti það að vera valkostur að vera með aðgang að sjónvarpsþjónustu Símans og Vodafone alfarið í appi.
Einn þeirra möguleika til að losa sig við myndlykil símafélaganna er að fara í Android TV lausn og setja upp nokkur öpp meðal annars til að leysa af hólmi RÚV rásina á myndlylklinum, Netflix, Plex, og fleiri í þeim dúr. Hið opna eðli Android gerir það að verkum að á umþaðbil 15 mín má setja upp Sjónvarp Símans appið (það virkar á Android TV, en er ekki alveg frábær upplifun, verður að segjast) með því að hliðhlaða (e. sideload) appinu á boxið. Sæmilegt Android TV box kostar 15þús á mii.is sem er ekki stór upphæð verður að segjast. Þegar boxið er komið þarf aðeins að gefa sér tíma til að setja allt upp. Ég veit ekki hvort það sé til einhver leið á Apple TV, t.d. með því að jailbrakea Apple TV boxið og setja þannig upp iOS útgáfuna af Sjónvarp Símans appinu. En burtséð frá því, þá er það engu að síður vitað að vegna skilmála Apple og Google er takmarkaður aðgangur að VOD leigu og annarskonar “verslun”.
Núna á Google I/O sem hefst þann 7. Maí næstkomandi, hefur Google gefið það sterklega til kynna að Android TV fái mikla athygli, mögulega mun fyrirtækið kynna “Pixel” Android TV box, sem á að keppa við Apple TV boxið, ásamt uppfærslu á öllu viðmóti Android TV. Þessar vangaveltur koma í kjölfar tilkynningar frá Google um að 5000 appa múrinn hafi loks verið rofinn á Android TV, upp frá 3000 öppun í fyrra og að tugir milljóna notenda séu komnir á þetta platform.
Allt þetta virkar hvetjandi á okkur notendur, og eykur jafnframt líkurnar á því að þeir sem vilja losna við myndlykil símafélaganna geti það án þess að fórna aðgengi að framúrskarandi íslensku efni.