Nýlega, nánar tiltekið á CloudNext2019 hélt Google viðburð sem fjallaði fyrst og fremst um þann búnað sem Google hefur verið að framleiða. Og eftir að hafa farið yfir söguna aðeins og sagt frá Pixelbook (sem undirritaður hefur átt í rúmlega ár, og verið mjög ánægður með) og Pixel slate sem hefur fengið mjög misjafna dóma (Raunar var ódýrasta útgáfan svo afl lítil að framleiðslu á henni var hætt nánast samstundis), kynnti fyrirtækið það sem er í pípunum.
Árið 2017, kynnti Google Pixelbook, sem var svona hetju útgáfa af Chromebook, eitthvað sem ætlað var “leiðtogum” hvað svo sem það þýðir, en væntanlega stjórnendum fyrirtækja og slíkt.
2018 kom Pixel Slate sem var ætlað stærra hlutverk, starfsfólki sem mætir viðskiptavinum úti á örkinni og þessháttar. En á þessum viðburði sem sagt var frá í upphafi sagði Steve Jacobs Lead Product Manager hjá Pixelbook Group frá tæki sem ætti að hjálpa starfsfólki að vinna þar sem það er, þegar það er. Hann gaf ekki upp nákvæma tímalínu fyrir þessa vöru, en við erum sennilega ekki að tala um marga mánuði. En á síðasta #MadeByGoogle viðburði söknuði margir tilkynningarinnar um arftaka Pixelbook, vitað var að hún var þróuð undir nafninu Atlas og láku amk 2 video af því tæki. Vissulega voru þau stutt og sýndu ekki mikið, annað en að einhver virtist vera að taka upp eitthvað sem sýndi galla í skjá eða myndbirtingu á skjá.
Þessi nýjasta tilkynning frá Google kemur þvert á fréttir þess efnis að fyrirtækið hafi verið að færa mikið af verkfræðingum á milli deilda, frá búnaðardeildum tileinkuðum fartölvum og spjaldtölvum yfir í aðrar deildir. En vissulega var aðeins um að ræða nokkra tugi starfsmanna. Eins voru þær fréttir ekki afgerandi varðandi það hvort Google myndi alveg hætta framleiðslu á slíkum vörum eða aðeins að minnka áhersluna á þær. Allavega finnst mér persónulega að Google geti vel uppfært Pixelbook línuna sína með 18-24 mánaða millibili og náð því fram sem fyrirtækið vill ná fram í ChromeOS án þess að vera að framleiða margar “bragðtegundir” en Pixelbook er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir aðra framleiðendur Chromebooks.