Í gær bárust mér fréttir að söngvari sem hafði óbeint verið samferðamaður minn frá árinu 1993 hefði fundist látinn um borð í tónleikaferðalags rútu rétt áður en tónleikar hans áttu að hefjast. En árið 1993 kynntist ég einhveri bestu rokkplötu 10da áratugarins sem hafði reyndar komið út árinu áður platan heitir Core og er enn í dag ein af mínum uppáhalds risavaxin 70’s stadium rokk tónlist uppá sitt besta, STP átti eftir að ferðast með mér í gegnum lífið, hin stórfenglega Purple, 60´s endurvinnsla á Tiny Music…. Songs from the Vatican Gift shop með frábærum lögum á borð við Lady picure show. Á plötunni No 4 leitar STP aftur í ræturnar frá því fyrir Core, frábær og um margt vanmetin plata. Hin frekar misheppnaða Shagri-La Dee da, plata sem ég hlustaði mjög sjaldan á. Scott tók sæti í Velvet Revolver þar sem ég sá hann loksins live, frábær perfomer alveg hreint. Hvað svo sem verður sagt um hann, þá er eitt víst…. á 3-4 plötum var hann hluti af einhverri bestu rokk hljómsveit 10da áratugarins. Ég verð reyndar að viðurkenna að í seinni tíð höfðu leiðir okkar skilist þó að ég renni reglulega aftur í Core, Purple og Tiny music.
kveðja
(Visited 44 times, 1 visits today)