30 Daga áskorunin reyndis eins dags áskorun, jæja…. Mig langar að deila með ykkur 3 fjölmiðlum/vefritum sem ég hef verið að lesa undanfarið. Nú er ég handviss um að ég er ekki að færa einum né neinum nein ný sannindi. En fyrir utan RÚV, eru þetta miðlar sem mér finnast bæði fróðlegir og skemmtilegir aflestrar. Þeir eru gott dæmi um long form web sem hefur átt undir högg að sækja í twitter/facebook hraðsuðunni.
Fyrstan ber að nefna kjarnann, þarna fara fremstir í flokki menn sem hafa langa reynslu úr fjölmiðlun og hafa heilindi til að starfa á þessum erfiða markaði án þess að gefa eftir af prinsippum sínum.
Næst langar mig að nefna Nútímann hans Atla Fannars twitter hetju íslands. frábært stöff þarna á ferðinni, takk fyrir mig. Upplýsandi og skemmtilegur, skúbbaði Netflix til íslands
Síðastan en alls ekki sístan ætla ég að nefna Herðubreið, Karl Th. búin að ná til sín bestu pennum Eyjunnar og er sjálfur í ofur stuði, greiði gjarnan andvirði hálfs Viceroy á mánuði til að lesa hann. Vissulega eru þarna netsóðar innan um, en mér er alveg frjálst að lesa þá ekki,