Af gáfnafari Sjónvarpa.

Það er ekki langt síðan ég keypti mér nýtt sjónvarp, það var að vísu ekki merkilegt til þess að gera, 40″ heimskt og án veggfestingar, en Full HD þó. Síðan þá hafa tvö trend verið mjög yfirgripsmikil er varða Sjónvörp, annarsvegar var það þrívíddar sjónvarpið sem er með hallærilegri hugmyndum sem ég man eftir að hafa heyrt, hin er hygmyndin um snjall sjónvarp.

Nú veit ég ekki um kosti þess að eiga slíkt tæki en þegar ég hugsa til þess hve ör þróunin er þessa dagana má fullyrða að þeir íhlutir sem gera sjónvarpið þitt snjallt verða gamlir á ca. 6 mánuðum og úreltir á ca 18 mánuðum þá má gefa sér það að eigandi snjallsjónvarps þyrfti að endurnýja tækið á tveggja ára fresti. En fyrir mig er það full mikið sinnep. Ég tók hinsvar þá ákvörðun að tengja gáfurnar við tækið mitt, og það meira að segja tvennar gáfur. Annarsvegar Raspberry Pi sem sér um alla video afspilun og secondar sem netþjónn heimilisins, sannar það að það þarf ekki mulningsvél í slíkt hlutverk. Hinsvegar erum við að tala um Google Chromecast, pungur sem ég sting í samband við Sjónvarpið mitt og tengist WiFi heima hjá mér. Með þessu móti get ég auðveldlega uppfært gáfurnar í sjónvarpinu mínu fyrir innan við 5000 kr. og látið tækið lifa amk. 5 ár.

(Visited 37 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar