Eins og þeir sem þekkja mig vita þá er ég mikill áhugamaður um vínyl og á orðið nokkuð myndarlegt safn sem ég get kanski helst þakkað vini mínum honum Herði, en einnig öðrum vinum og vandamönnum. Þetta er svona áhugamál sem fyllir lífið af einhverju skemmtilegu, það er eitthvað við það að setjast niður með albúm, smella nálinni niður og garfa í albúminu, ásamt því að platan fái að rúlla, að njóta hennar í heild sinni.
Nú er það vissulega þannig að ég nota líka þjónustu á borð við Spotify og Google Music og ég hreinlega elska það form, en þetta tvennt passar bara nokkuð vel saman finnst mér. Þar sem Spotify og GM kemur inní tækifæris hlustun meðan vínyllinn er þarna þegar maður hefur nægan tíma, eins er mikið erfiðara að nálgast tónlist á því formi en stafrænu. Það er alltaf ákveðinn sigur að eignast eintak á vínyl sem hefur vantað í safnið.