Sameinuð skilaboðaþjónusta.

Google hóf meiriháttar yfirhalningu á Google+, yfirhalningu sem ég tel almennt vel heppnaða. Eins hafa þeir sameinað öll samskiptatól (i.e. Google Voice, Google chat, Google Hangouts ogguðmávitahvað) í eitt tól, Google Hangouts. Þarna mun allt fara fram ásamt því að SMS skeytasendingar koma til með að fara fram í gegnum hangouts. Þetta er vissulega gott og blessað, en betur má ef duga skal. Sem stedur þarf ég að vera skráður inní ca.  þjónustur til að geta talað við þá sem skipta mig mál og það er einfaldlega of mikið. Ég á ekki að þurfa að muna að þessi hérna dúd er aðeins á Facebook chat og hinn á Skype og sá þriðji einhversstaðar annarsstaðar og að sá fjórði tekur aðeins á móti SMS. Þetta á bara að gilda mig einu, alveg eins og ég er aðeins með eitt símanúmer sem allir (óháð þjónustuaðila) geta notað til að hafa samskipti við mig.

Ég hélt að með XMPP væri hægt að yfirstíga þessi vandamál að mestu leyti, ég þarf ekki allar krúsídúllurnar sem hægt er að innleiða í lokað kerfi ég er bara að tala um að basic texta skilaboð fljóti á milli. Svei, það verður bráðum þannig komið fyrir mér að ég þarf að fara aftur að IRCa til að hafa samskipti við fólk óháð client.

(Visited 36 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar