Það þýðir ekki

Varúð, hér á eftir kemur pólitískt rant. Ef þú vilt ekki lesa það skaltu bara hætta núna.

Nei það þýðir ekki að fara í fýlu þegar hlutirnir fara ekki eins og til var ætlast, núna upphefst grátkór andstæðinga IceSave III um dónaskap og óbilgirni ESB gagnvart okkur íslendingum, sami kór og söng að dómstólaleiðin væri alveg örugg, sami kór og sagði ESB og EFTA dómstólinn aldrei þora í mál við okkur, að við værum með öll trompin og allt hitt bullið, við buðum upp í þennan dans, undir þessu lagi með þessum dansfélaga, nú þegar við fengum nákvæmlega það sem þið báðuð um, megið þið ekki fara að kvarta undan því, það er ekki hægt að finnast bæði betra segi oft við dóttur mína, og það er nákvæmlega það sem þarf að segja ykkur núna. Þorsteinn Pálsson hittir naglann þráðbeint á höfuðið í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Það að mér komi núverandi staða ekki á óvart þýðir ekki, eins og margir ykkar eigið eftir að hugsa núna, að ég standi ekki með íslandi og málstað þess, en það breytir því ekki að núverandi staða málsins kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart, ég spáði þessu í rökræðum við vini mína fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu og enn og aftur virðast áhyggjur mínar hafa reynst réttar. Skulum bara vona að Þrotabúið geti farið að greiða þessa skuld upp sem allra allra fyrst til að málið hverfi á þeim forsendum.

 

(Visited 35 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar