Ljónið fer aldrei framhjá neinum, enda telur það sig “konung dýrahringsins”! það er oft beint í baki, mittismjótt og með stutta fótleggi og hættir til að fitna, en fer yfirleitt ekki í megrun fyrr en slíkt er óumflýjanlegt. Ljón fylgja yfirleitt tískunni og eru vel klædd, en hættir samt til öfga. þau eru veik fyrir skrauti og skartgripum, ekki síður en gullhömrum og aðdáun. Ljón hafa mikla þörf fyrir að vekja  athygli og vilja vera miðpunktur hvar sem þau eru stödd. þau eru opin, félagslynd og skapandi, hjartahlý og lífsglöð. Merkið er oft sett í samband við börn og skemmtanir og Ljón hafa gaman af að leika sér, en þau geta líka verið hrokafull, sjálfumglöð og eigingjörn. Ljón eru í eðli sínu örlát og bjartsýn og eldmóðurinn er gríðarlegur, ekki síst í ástarmálum, þar sem þau upphefja hvert einasta smáskot og líta á það sem rómantíska stórmynd þar sem þau leika sjálf aðalhlutverkið. Ást Ljónsins á hinu leikræna verður oft til þess að það reynir fyrir sér í skemmtanaiðnaðinum, einkum leiklist og rokktónlist, en reyndar er Ljónið ánægt alls staðar þar sem það fær að njóta sín og vekur athygli. Þó að annað fólk laðist yfirleitt að Ljóninu, öðlast það ef til vill mesta lífshamingju ef því tekst að þjálfa með sér hæfileika til að taka sjálft sig ekki alltof hátíðlega.

(Visited 185 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar