Monuments to an Elegy

Einusinni var ég mikill Smashing Pumpkins aðdáandi, og plöturnar Siamese Dreams,Mellon Collie and the Infinite sadness, ásamt Adore sem misskildu meistaraverki komast ofarlega á alla lista hjá mér. Undanfarin ár hefur fjarað verulega undan Billy Corgan og það er erfitt fyrir mig að staðsetja það sem gerðist, kanski var það bara dauði shoegazing tískunnar, eða að hann óx uppúr því að vera reiður ungur maður í að vera bitur gamall kall með milli lendingu í einhversskonar sátt. Ég barasta veit það ekki. EN þessi nýjasta afurð SP, Mounments to an Elegy tikkar í öll gömlu góðu SP boxin, ég skal viðurkenna það að ég átti erfitt með að hafa mig í að hlusta á plötuna. Einfaldlega vegna þess að stöffið sem hefur komið úr Chicago borg undanfarin ár er svo slappt, og þrátt fyrir að tikka í öll boxin þá er þetta ekki gott, vissulega betra en undanfarið en óraveg frá hæðum fyrrihluta 10. áratugarins. Kanski að Billy ætti að fara að snúa sér fulltime að fjölbragðaglímu.  Held að ég hlusti frekar aftur á meistarastykkin…. Læt hérna fylgja með eitt listaverkið frá 1995.

(Visited 38 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar