Bjórást.

Ég hef aldrei, hvorki hér né annarsstaðar farið leynt með dálæti mitt á góðum bjór, í dag er IPA bjór í sérstöku uppáhaldi, og þá set ég Úlf frá Borg Brugghús þar efstan í pýramidann.

En í gær tók ég þetta dálæti mitt á nýtt plan, ég fór s.s. að brugga, við Andrés tókum þann pólinn í hæðina að sennilega væri einfaldast að byrja á einhverju eins og hveitibjór, og var hann soðinn í gær og kominn í gerjun í dag. Sjáum hvað setur, 20 L skamtinum var skippt í tvennt vegna þess að við töldum fyrstu lögun alltaf klikka, enda væri sennilega frekar aumt að hitta ákkúrat í mark í fyrstu tilraun, að hverju er þá að stefna? Þriðjudag eftir rúma viku munum við fara í átöppun og þá er bara vika í bið eftir niðurstöðum. Hlakka til.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar