Endurbirting af endurbirtingu, comfort food á tímum Covid-19

Ég ætla að leyfa mér að endurbirta blogg frá haustinu 2007, sem var síðan aftur birt árið 2012, þar sem ég fór mikinn í matreiðslu, en upphaflega færslan var birt á meðan ég var heima í fæðingarorlofi með frumbuðrinn. Þetta geri vegna þess að þennan rétt er handhægt að elda fyrir öll tækifæri, líka ef mann langar bara í einhverskonar comfort food.

Á sínum tíma var ég mikið að hlusta á The Smiths, og naut lagsins Panic alveg í botn, það á ekki alveg við núna. En til að gera matseld enn skemmtilegri, þá þarf að hlusta á tónlist með. Hljómsveit sem ég hlusta mikið á núna á þessum Covid-19 tímum er Green Day, það þarf eitthvað gleði pönk skotið rokk til að gleyma stað og stund.

Green Day – Longview.
Eins má segja að eitt lag með REM sé meira spilað en önnur,
REM – It´s the end of the world as ww know it (and I feel fine).

Gúllas eldaður undir áhrifum fá þessum lögum kemur einstaklega vel út.

800gr Nautagúllas, frekar finna skorinn en hitt. 6-7 gulrætur skornar eftir smekk (ég saxaði þær), 1-2 vænir, fínt skornir rauðlaukar, 300-350gr kvartskornir sveppir. Þetta er allt saman steikt saman í ólívuolíu á pönnu og kanski mulinn smá svartur pipar yfir. Þegar kjötið er orðið vel steikt og kanski aðeins farið að brenna, þá má bæta við 1 dós kreistum tómötum og steikt saman í 10 mín. en við stanslausa hræringu. Yfir þetta er hellt ca. líter til 1200ml af vatni. Svona er þetta látið malla í 45 mín. Þá eru nokkrar kartöflur brytjaðar niður, eða nota einfaldlega kartöflu smælki, og látnar malla með á ca. 15 mín. Þá er óhætt að bæta við 1, 1/2 nautakraft og 1 grænmetiskraft. Eins er líka kominn tími á 2Msk tómatpúrru. Síðan er allt gumsið kryddað eftir smekk með svörtum pipar, salti og hverju því sem kokkinn langar til. Að lokum góð skvetta af rjóma og sósan látin sjóða aðeins niður. Ca. 20 Mín. Borið fram með Chiabatta brauði og sallati.

Ekki skiptir máli hvað er drukkið með þessu góðgæti, IPA bjór, eða braðgmikið rauðvín. Dont matter, þetta er allt gott.

Smá hugmynd að góðu meðlæti sem ég stel hér blygðunarlaust nánast orðrétt af Stefáni Hrafn Hagalín af twitter, er að sjóða nokkrar meðalstórarkartöflur með hýðinu í hálftíma, velta upp úr góðri olíu og kremja niður með gaffli, salta, pipra og krydda. Svo inn í ofn á 200 í 30-40 mínútur. Crunchy veisla!

(Visited 163 times, 1 visits today)

1 comments On Endurbirting af endurbirtingu, comfort food á tímum Covid-19

  • snilldar gúllas! ég elda þetta reglulega eftir að ég smakkaði þetta hjá þér og fékk uppskriftina hér í denn <3

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar