Að bera í bakkafullann Pixel lækinn.

Pixel 6 litir

Þar sem að það eru ekki nema 10 dagar í að Google frumsýni nýjustu símana sína, Pixel 6 g Pixel 6 pro. Þá bætist nokkuð regulega í þær upplýsingar sem við höfum um það sem við fáum að sjá þann 19 okt. Ég hef áður vísað í leka um þá tæknilegu eiginleika sem símarnir munu hafa. En það bætist meira í sarpinn. Núna hefur komið í ljós að allar líkur eru á að Google muni kynna til sögunnar 23W þráðlaust hleðslutæki, það er áhugaverð stærð, um það bil mitt á milli þeirra hefðbundnu 10W hleðslutækja sem við höfum fengið að sjá og þeirra 30W þráðlausu hleðslutækja sem fyrirtæki á borð við One Plus hafa kynnt til sögunnar.

VIð höfum fengið að sjá vísbendingar um að Google muni virkja aftur Face unlock, sem var tekin úr Pixel 5 símanum vegna sparnaðaraðgerða. Við vitum að myndavélarnar hafa fengið mikla uppfærslu, mjög tímanleg uppfærsla verð ég að segja. Eitthvað sem gerir það að verkum að af þeim framleiðendum sem stæra sig af gæðum myndavéla er það aðeins Apple með iPhone línuna sína er að notast við 12MP nema sem megin nema í sínum myndavélum.

Að Google fari loks þá leið að þróa og framleiða eigin örgjörva gerir það síðan að verkum að loks nær einhver Android sími að nálgast þann stuðning sem Apple veitir sínum tækjum. En Google virðist lofa 5 ára stuðningi við Pixel 6.

5ára stuningur.

Mögulega þýðir þetta að Pixel 6, sem verður kynntur með Android 12, muni þá fá möulega uppfærslur uppí Android 13, 14, 15 og 16. Sem er eitthvað sem hefur verið einn veikleika vörulínunnar. Vandamál sem á uppruna sinn frá örgjörva birgja Pixel línunnar hingað til. Við getum amk treyst því að fá öryggiuppfærslur þessi 5 ár. En hvorki Google né Samsung hafa náð að beygja QualComm til að veita stuðning við örgjörva sem pantaðir eru af þeim lengur en í 3 ár. Þetta er gott fyrir alla, en sér í lagi neytendur. Hinn mjög svo virki og öflugi “lekamaður” Evan Blass (@evleaks) hefur verið mjög iðinn við Pixel lekana.

Ritsjórn vefritins hlakka amk mikið til að fylgjast með þann 19. okt, áhugasamir geta skoðað viðburðarsíðuna og komið sér haganlega fyrir á biðlista.

Í öðrum fréttum hefur það gerst að ég fékk loksins þá viðurkenningu sem mér finnst ég hafa átt skilið, Google bauð mér í hóp Pixel aðdáenda, sem ég þáði með þökkum.

(Visited 49 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar