Google Reader, óður til rss og dauða hins “opna” internets.

Í árdaga internetsins veitti Google dásamlega þjónustu sem hér Google Reader, þau slökktu á þessari þjónustu árið 2013 og ég er enn fúll útí fyrirtækið fyrir þá aðgerð.
Í stuttumáli var Google Reader RSS/ATOM lesari þar sem notandi gat safnað saman hlekkjum á þær síður sem hann vildi fylgjast með, bættist einfaldlega við ein ný lína þegar eitthvað efni bættist við, og var feitletrað þangað til smellt var á viðkomandi hlekk og uppfærslan lesin. Þetta var einfalt og dásamlegt tól sem ég sakna reglulega þegar ég hugsa til baka. Vissulega snerist notagildið fyrir mig mikið um “bloggrúntinn” hvers viðhald einfaldaðist mikið við það að ég uppgötvaði þessa þjónustu.

Blogg, um blogg frá bloggi til bloggs

Núna bloggið nokkurvegin dáið, segi ég skrifandi þetta á bloggsíðuna mína sem ég hef haldið við og átt í fleiri ár en ég kæri mig um að muna eftir. Og RSS feed kanski fyrst og fremst notað af hlaðvörpum í dag, núna eru Apple og Spotify reyndar að vinna að því að drepa rss feedið fyrir hlaðvörpum, þó Spotify gefi vissulega enn sem komið er möguleika á þessu reedi. Rss er í mínum huga einn af síðustu “opnu” hlutum sem við notumst við á internetinu (kanski að tölvupósti undanskildum), sem er sennilega hversvegna stór fyrirtæki eru að reyna að drepa þetta. Það er svo erfitt að græða peninga á svona tóli.
Þegar ég segi opnu, þá meina ég eitthvað sem er þarna fyrir hvern sem er til að nota. Án endurgjalds eða lokunar í einhverju appi eða þjónustu. Það gildir einu hvaða tól ég nota til að lesa rss feedið, eða tölvupóstinn frá einhverjum. Þetta bara virkar, ég þarf ekki að þvinga viðtakendur til að nota eitthvað sérstakt tól heldur. Þau nota bara það sem hentar þeirra smekk, óháð því hvaða tölvu eða síma viðkomandi er að nota.

Þú færð skilaboðaþjónustu og þú færð skilaboðaþjónustu, við fáum öll skilaboðaþjónustu!

Svona hefðu skilaboðaþjónustur geta virkað, t.d. ef Google hefði haldið áfram með Google Talk í stað þess að fá einhverskonar heilafrek og reyna að þróa ca 25 mismundandi misheppnuð skilaboða öpp, en Google Talk notaðist við XMPP til að senda og taka á móti upplýsingum og var opið, að því leitinu til að hver sem er gat þróað sitt skilaboðaplatform á XMPP og sent á Google Talk þar sem ég hefði getað tekið við þeim og sent til baka. Alveg eins og með samvirkni tölvupósts. Með þessu hefði ég ekki þurft 4 mismundndi öpp til að tala við vini mína. Sumir á Android messages (er að vinna á eftir að stuðningur við RCS varð víðtækari), Sumir á WhatsApp, aðrir á FB Messenger og nokkrir enn á SnapChat og whatnot. Þetta er óþarfa núningur sem hefur farið í taugarnar á mér lengur en góðu hófi gegnir. Þá er ekki verið að nefna öll DM Google talk dó endanlega 2017, en hafði verið á ruslahugum Google í mörg ár áður en þjónustan var endanlega tekin úr sambandi.

Töflureiknir til bjargar

Ég fann leið til að enduvekja Google Reader með sheets, algerlega frábær lausn. En vegna þess hve langt er síðan ég treysti á þessa þjónustu mun ég sennilega ekki nýta mér hana, en skemmtileg engu að síður.
Það er nefnilega til virkni í Google Sheets sem hermir þessa virkni nokkuð vel.

=IMPORTFEED virkni mun hjálpa þér við að útbúa eigin rss lesara í Google Sheets.
sem dæmi má notast við:

=IMPORTFEED(“https://elmarinn.net/?feed=rss2”)

hér les Sheets rss slóð bloggsins míns og birtir í töflureikni

Ef við viljum snyrta þetta eitthvað má notast við:

=IMPORTFEED(“https://fastcompany.com/user/jrraphael/rss”,”items title”,false,5)

Þessi skipun gefur okkur aðeins titil hverrar uppfærslu og takmarkar fjöldann við 5 síðustu uppfærslur.

Og enn má snyrta.

=IMPORTFEED(“https://fastcompany.com/user/jrraphael/rss”,”items URL”,false,5)

Gefur aðeins út slóðina á viðkomandi uppfærslur og takmarkar fjöldann við síðustu 5 uppfærslur.

Eins og gefur að skilja er þetta meira til gamans gert, en fyrir þá sem sakna Rss lesarans, er þetta eitthvað til að ylja sér við.

(Visited 34 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar