RCS á fleygiferð.

Ekki nóg með að Google hafi lokið gangsetnginu á RCS skilaboðaþjónustu fyrir alla Android notendur í heiminum, utan Kína og Rússlands, núna í dag, heldur berast þær fréttir að einnig sé verið að laga eitt af vandamálum RCS þjónustunnar í beinu framhaldi. Þ.e.a.s. dulkóðun skilaboða enda á milli.

Þetta er eitthvað sem iMessage notendur hafa notið lengi, en er núna loks að koma til default skilaboðaþjónustu Android notenda. Einn fyrirvara er hér mikilvægt að halda til haga. Skilaboðin eru aðeins dulkóðuð séu þau RCS skilaboð, en ef Messages appið segist vera að senda chat message í textaglugganum, þá eru samskiptin dulkóðuð. En þegar appið segist vera að senda SMS, þá eru skilaboðin ekki dulkóðuð. Ekki frekar en í iMessage. Það hefur með það að gera, að til að senda SMS þarf að koma skilaboðunum áfram til símafyrirtækis notanda og missir við það dulkóðunina. Þetta er eðlilegt, og kemur m.a. til vegna þess að SMS staðallinn er meira en 20 ára gamall.

Bendi öllum Android notendum á að fara á Play Store og sækja Messages og byrja veisluna.

(Visited 61 times, 1 visits today)

Leave a reply:

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Site Footer

Sliding Sidebar